Íbúum Voga fjölgað um 10% á tveimur árum
Í upphafi þessa árs var íbúafjöldinn í Sveitarfélaginu Vogum 1.148 einstaklingar. Í dag búa 1.209 íbúar, sem þýðir að þeim hefur fjölgað um 61, eða um 5,3%.
Sé litið til upphaf árs 2015 hefur íbúunum Voga fjölgað um 107, eða um tæp 10% á þessum hartnær tveimur árum.
„Það er áhugaverð staðreynd að þrátt fyrir þessa fjölgun er nánast óbreyttur fjöldi nemenda í grunnskólanum. Fram til þessa hefur hlutfall barna á grunnskólaaldri verið talsvert hærra en landsmeðaltal, en nú virðist það vera að leita jafnvægis,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sínu í Sveitarfélaginu Vogum.