Íbúum Suðurnesja heldur áfram að fjölga
Þjóðskrá birti um síðustu mánaðarmót tölur um íbúafjölda þar sem kemur fram að íbúum Suðurnesja heldur áfram að fjölga. Mest er fjölgunin í Reykjanesbæ en þar hefur íbúum fjölgað um 4,5%, eða 925 manns.
Íbúum fjölgar samtals um 1.108 á Suðurnesjum öllum. Minnst fjölgar í Grindavík, um 1,2%, en Sveitarfélagið Vogar fylgir fast á hæla Reykjanesbæ með 4% íbúafjölgun síðan 1. desember 2021.
Suðurnes skera sig úr með fjölgun upp á 3,8% en næst kemur Suðurland með 2,1% fjölgun. Heildarfjölgun íbúa á landsvísu er 1,7% og standa flestir landshlutar í stað en Norðurland vestra er eini landshlutinn þar sem íbúum fækkar, um 0,6%.
| 1. des. 2021 | 1. júlí 2022 | Fjölgun íbúa á tímabilinu | Hlutf.aukning | |
| Suðurnes | 29.052 | 30.160 | 1.108 | 3,8% | 
| Reykjanesbær | 20.381 | 21.306 | 925 | 4,5% | 
| Grindavíkurbær | 3.589 | 3.632 | 43 | 1,2% | 
| Sveitarfélagið Vogar | 1.338 | 1.391 | 53 | 4,0% | 
| Suðurnesjabær | 3.744 | 3.831 | 87 | 2,3% | 


 
	
				 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				