Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum Suðurnesja fjölgaði um rúmlega  5% á árinu
Laugardagur 30. desember 2006 kl. 12:23

Íbúum Suðurnesja fjölgaði um rúmlega 5% á árinu

Íbúum á Suðurnesjum í heild fjölgaði um rúmlega 5% á árinu, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Þar var fólksfjölgun mest í Vogum (8,6%) en minnst í Grindvíkurbæ (2,8%). Í Reykjanesbæ nam fjölgunin 4,9%.  Íbúafjöldi þar er nú 11.928 en var 11.346 árið á undan.

Langmesta fólksfjölgunin var á Austfjörðum og er hún raunar eingöngu rakin til mikils aðstreymis útlendinga. Á öðrum landsvæðum er hlutfall útlendinga af heildarmannfjölda nálægt landsmeðaltalinu, hæst á Suðurnesjum (7,3%) og á Vestfjörðum (7%) samanborið við 6% á landsvísu.

Á meðfylgjandi töflu má fjölgunina eftir sveitarfélögum á Suðurnesjum:
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024