Íbúum Reykjanesbæjar fjölgað um þriðjung
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, gerði nýverið að umtalsefni sínu á Facebook-síðunni Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri íbúafjölgun bæjarins þann tíma sem hann hefur gegnt starfi bæjarstjóra.
„Fljótlega eftir að ég hóf störf sem bæjarstjóri árið 2014 hlotnaðist mér sá heiður að fagna 15 þúsundasta íbúanum á fæðingardeildinni á HSS. Nú styttist óðfluga í 20 þúsundasta íbúann og ljóst að hann eða hún fæðist einhvern næstu daga. Það þýðir 33% fjölgun íbúa á 7 árum. Svo mikil og hröð íbúafjölgun kallar auðvitað á mikla og hraða uppbyggingu innviða sem við höfum átt fullt í fangi með því á sama tíma höfum við þurft að halda að okkur höndum í fjárfestingum og útgjöldum vegna endurskipulagningar fjármála og skulda sveitarfélagins,“ segir Kjartan Már meðal annars.
Suðurnesjabúum hefur fjölgað mest á landsvísu
Sveitarfélögin í nágrenni höfuðborgarinnar hefur íbúafjölgin orðið mest undanfarin ár en frá árinu 2014 hefur íbúum Suðurnesja fjölgað úr 22.040 í 28.470, það gerir 29% fjölgun. Á sama tíma hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað um tæp 13%.
Hér að neðan má sjá töflu sem sundurliðar hvernig fjölgunin skiptist milli sveitarfélaganna