Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum fjölgar jafnt og þétt
Mánudagur 25. júlí 2005 kl. 09:53

Íbúum fjölgar jafnt og þétt

Íbúafjöldi í Reykjanesbæ er nú kominn yfir 11.200. Þetta er um 2,3% fjölgun frá áramótum en fyrstu íbúarnir í Tjarnahverfi eru þó vart fluttir inn. Fyrstu íbúðirnar í Tjarnahverfi, við Skólabraut eru tilbúnar og voru afhentar nú í júlí. í Tjarnahverfi verða um 550 íbúðir en unnið er að nýju hverfi, Dalshverfi austan Tjarnahverfis þar sem annar eins fjöldi íbúða er fyrirhugaður þegar hverfið verður fullbúið. Umsóknum um nýjar lóðir rignir inn, segir á vef Reykjanesbæjar.

Myndin: Tunglið kemur upp yfir Innri Njarðvík seint á föstudagskvöld. Dalalæða liggur yfir heiðinni. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024