Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum fjölgar í Reykjanesbæ
Ungir íbúar Reykjanesbæjar.
Mánudagur 10. febrúar 2014 kl. 09:00

Íbúum fjölgar í Reykjanesbæ

2,6% fjölgun á milli áranna 2012 og 2013.

Stöðug fjölgun á íbúum Reykjanesbæjar hefur verið á milli mánaða allt síðasta ár. Íbúar í Reykjanesbæ voru 14.593 í lok janúar á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár. Íbúafjölgun hefur verið 2,6% frá janúar 2013 til janúar 2014. 7.900 íbúar búa nú í Keflavik en yfir 5.000 íbúar í Njarðvík og Innri-Njarðvík. Þá búa tæplega 1600 íbúar að Ásbrú og 90 íbúar í Höfnum.

Mesta fjölgunin á milli janúar 2013 og 2014 var í hinum nýju Njarðvíkurhverfum; um 140 manns, þá í Keflavik; um 120 manns og loks Ásbrú; um 100 manns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta er ánægjuleg þróun og  í takt við nýjustu fréttir um að mikill fjöldi landsmanna hafi áhuga á að flytja til okkar. Hér eru innviðir sterkir, gott umhverfi, gott skólastarf og íþróttastarf fyrir börn og vonandi að vel launuð störf haldi áfram að raða sér hingað inn“,  segir Árni Sigfússon bæjarstjóri.