Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum fjölgar í Garðinum
Miðvikudagur 22. desember 2004 kl. 14:34

Íbúum fjölgar í Garðinum

Íbúum heldur áfram að fjölga í Garðinum samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu. Íbúatalan er nú 1322 en var fyrir ári 1283. Íbúum hefur því fjölgað um 39 eða um 3,04%.

Á árunum 2000-2004 hefur mikið verið byggt í Garðinum af íbúðarhúsnæði eða samtals 67 íbúðir.
Í byggingu eru 11 íbúðir þ.e. kominn púði,sökkull eða meira.

Úthlutað hefur verið 19 lóðum sem framkvæmdir eru ekki hafnar á en munu væntanlega hefjast á næsta ári.
Frá 1.des. 2001 hefur íbúum fjölgað um 115 eða um 9,53%.
Frá árinu 1990 hefur íbúum í Garði fjölgað úr 1074 í 1322 eða um 248, sem er fjölgun um 23,09%.

Texti: Vefsíða sveitarfélagsins Garðs

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024