Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum brugðið við sprengingu
Föstudagur 21. ágúst 2009 kl. 11:34

Íbúum brugðið við sprengingu


Íbúum fjölbýlishúss að Heiðartúni 4 í Garði var illa brugðið í gærkvöldi þegar heimatilbúin sprengja (kínverji) sprakk í gangi sameignarinnar. Sprengjunni hafði verið hent inn um glugga og forðuðu sökudólgarnir sér strax af vettvangi.

Mikill hvellur kom af sprengjunni sem glumdi um allt húsið og skaut íbúum skelk í bringu. Myndaðist mikill reykur svo reykskynjarar hússins fóru í gang. Stór brunablettur myndaðist í teppi gangsins.

Lögregla var kölluð til og hefur hún málið til rannsóknar. Íbúar hússins biðja þá sem gætu gefið upplýsingar um málið að snúa sér til lögreglunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024