Íbúum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni boðið frítt í sund í Vatanveröld
Reykjanesbær býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og Almannadal að nýta sér glæsilega aðstöðu í Vatnaveröld án endurgjalds á meðan heitavatnslaust verður á þessum svæðum frá mánudagskvöldi til miðvikudags vegna viðgerðar á suðuræð Veitna.
Með þessu vilja íbúar Reykjanesbæjar endurgjalda sams konar boð þegar heitavatnslaust varð í nokkra sólarhringa á Suðurnesjum sl. vetur þegar hraunrennsli rauf lögnina sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til íbúa á Suðurnesjum.
Í Vatnaveröld eru glæsilegar 25m sundlaugar úti og inni, stór rennibraut, innileikjagarður fyrir yngstu börnin, heitir pottar, gufubað, sauna ofl.
Sjá nánar https://www.reykjanesbaer.is/is/mannlif/utivist/sundlaugar/vatnaverold-waterworld