Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúðum fækkaði en íbúum fjölgaði
Miðvikudagur 1. febrúar 2017 kl. 13:31

Íbúðum fækkaði en íbúum fjölgaði

- Íbúðum í Reykjanesbæ fækkaði um 30 á síðasta ári en íbúum fjölgaði um 8%

Íbúðum í Reykjanesbæ fækkaði um 30 í fyrra, á sama tíma og íbúum fjölgaði hratt eða um 8 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar Arion banka sem birt var í gær. Þar kemur einnig fram að opnun gististaða í gömlu íbúðarhúsnæði gæti skýrt fækkun íbúða í bæjarfélaginu. Árið 2016 fækkaði íbúðum í Reykjanesbæ um rúmlega 30. Íbúðir á Reykjanesbæ árið 2000 voru 4.000 talsins en fjöldinn stóð í stað frá árinu 2008 til 2015 en þá voru íbúðirnar 7.000 talsins.

Reykjanesbær og Norðurþing skáru sig úr hvað fólksfjölgun varðar árið 2016. Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 8 prósent en um 6 prósent í Norðurþingi. Í skýrslunni kemur fram að  ferðaþjónusta, lítið atvinnuleysi og lítið framboð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafði að líkindum mikil áhrif á íbúafjölgun í Reykjanesbæ. Þessi þróun hefur svo ýtt húsnæðisverði á svæðinu hratt upp á við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í skýrslunni segir að ekki fari á milli mála að Airbnb, önnur heimagisting og fjórföldun ferðamanna síðastliðin sex ár hafi haft talsverð áhrif á húsnæðisverð síðustu ár. Í Reykjanesbæ voru 87 íbúðir í Airbnb í janúar síðastliðnum.

Þinglýstum samningum um íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum fjölgaði um 32 prósent í fyrra og var það mesta aukningin á landinu. Til samanburðar fjölgaði samningum á höfuðborgarsvæðinu um 8 prósent.