Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Íbúðir í stað hótels að Útskálum?
Föstudagur 11. desember 2009 kl. 18:26

Íbúðir í stað hótels að Útskálum?

Bragi Guðmundsson, byggingameistari í Garði, hefur sent Sveitarfélaginu Garði erindi þar sem hann kynnir uppbyggingu Útskála, safnaðarheimilis og íbúða fyrir Búmenn.


Talsverð uppbygging var fyrirhuguð að Útskálum í Garði og voru framkvæmdir hafnar við safnaðarheimili að Útskálum sem síðan átti að vera sambyggt hótelbyggingu á svæðinu. Í efnahagshruninu stöðvuðust framkvæmdir en sökklar safnaðarheimilisins höfðu verið steyptir ásamt hluta af sökklum hótelsins. Það verkefni virðist nú vera komið í þrot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bæjarstjórn tók erindi Braga fyrir í gær og þakkar fyrir áhuga hans á málefnum Útskála og að vekja athygli á að vinna þarf að lausn þeirra framkvæmda sem þar hafa verið í biðstöðu. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og byggingafulltrúa að ræða við Braga Guðmundsson og aðra þá aðila sem hafa hagsmuni að uppbyggingu safnaðarheimilis og annarra bygginga við Útskála og skila bæjarráði greinagerð um málið ekki síðar en 11. janúar 2010.

Loftmynd: Oddgeir Karlsson