RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Íbúðarhúsnæði á Vellinum ekki til sölu
Mánudagur 22. janúar 2007 kl. 16:38

Íbúðarhúsnæði á Vellinum ekki til sölu

Ekki stendur til að setja á almennan markað það íbúarhúsnæði sem áður tilheyrði Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta fullyrðir Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Í fjölmiðlum nú fyrir helgi voru fréttir þess efnis að til stæði að auglýsa til sölu fasteignir á svæðinu. Hér mun þó ekki vera um íbúðarhúsnæði að ræða heldur skemmur og iðnaðarhúsnæði sem hentar vel undir flugsækna starfsemi vegna nálægðar við flugvöllinn.

Kjartan segir ekkert liggja fyrir ennþá um framtíðarnýtingu íbúðarhúsnæðisins, verið sé að vinna úr þeim hugmyndum sem komið hafa fram. Skilgreina þurfi hlutverk svæðisins þannig að það fari saman við skipulag sveitarfélaganna. Kjartan bendir á að í samþykktum um Þróunarfélagið komi skýrt fram að starf  þess skuli hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. „Það felur m.a. í sér að við erum ekki að fara að henda íbúðarhúsnæði í stórum stíl inn á markaðinn,” sagði Kjartan.


VF-mynd: elg
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025