Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúðarhúsið var „skrælt“ að innan
Þriðjudagur 15. október 2013 kl. 11:28

Íbúðarhúsið var „skrælt“ að innan

Lögreglan á Suðurnesjum var nýverið kvödd að íbúðarhúsi í umdæminu, sem búið var að fjarlægja nær allan húsbúnað úr. Íbúðalánasjóður hafði eignast húsið fyrir skömmu og fengið að því lykla í síðustu viku, þegar íbúar þess yfirgáfu það.

Búið var að fjarlægja nær alla skápa úr húsinu, helluborð, háf, ísskáp, bakarofn, úr eldhúsi, blöndunartæki af baði, úr eldhúsi og vaskahúsi, allar skápahöldur, auk bílskúrsopnara. Að auki var búið að fjarlægja fimm hurðir úr húsnæðinu.

Lögregla hefur haft upp á flestum mununum og er málið í rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024