Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær skipa starfshóp
Fimmtudagur 20. nóvember 2014 kl. 11:43

Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær skipa starfshóp

Sandgerðisbæ hefur verið falið að skipa tvo fulltrúa í starfshóp með Íbúðalánasjóði, samkvæmt minnisblaði framkvæmdastjóra eignasviðs Íbúðalánasjóðs þar sem gerð er tillaga að skipan og starfssviði samráðshóps Íbúðalánasjóðs og Sandgerðisbæjar.

Bæjarráð fagnar skipan starfshóps um þetta brýna málefni og leggur til við bæjarstjórn að Ólafur Þór Ólafsson og Daði Bergþórsson verði skipaðir fulltrúar Sandgerðisbæjar í starfshópinn. Bæjarráð leggur jafnframt til að starfstími nefndarinnar verði rýmkaður fram í janúar 2015.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024