Íbúðafélag afhenti framkvæmdaáætlun og umsókn
Íbúðafélag Suðurnesja hélt opin stjórnarfund 13. desember þar sem framkvæmdaáætlun félagsins var kynnt fyrir fundargestum. Á fundinum samþykkti stjórn félagsins áætlunina og undirritaði. Með henni hefst formlegt umsóknarferli félagsins um byggingalóðir fyrir leiguhúsnæði sem félagið hyggst reisa í Reykjanesbæ.
Það var Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi sem tók formlega við umsókninni og framkvæmdaáætlun í Ráðhúsi Reykjanesbæjar fyrir hönd Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, forseta bæjarstjórnar, en hann var staddur erlendis. „Það er einlæg von okkar hjá Íbúðafélagi Suðurnesja að vel verði tekið í umsókn þessa og vonumst við eftir góðu samstarfi við Reykjanesbæ í framtíðinni,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Stjórn íbúafélags Suðurnesja Hsf.
Ragnhildur Guðmundsdóttir
Eiríkur Barkarson
Margrét Þórólfsdóttir
Einar M Atlason
Eyrún Rögnvaldsdóttir
Þórólfur J Dagsson