Íbúð verður tekin undir félagsstarf aldraðra í Grindavík
Miðgarður, sem er aðstaða fyrir félagsstarf aldraðra í Grindavík, hefur óskað eftir því að ein stór íbúð á neðri hæð við Austurveg nr. 5 í Grindavík verði tekin undir starfsemi dagvistar aldraðra.
Félagsmálanefnd styður tillöguna. Á fundi bæjarráðs Grindavíkur á dögunum fylgdu þau Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Stefanía Sigríður Jónsdóttir málinu úr hlaði. Bæjarráð Grindavíkur styður að tillögunni verði komið til framkvæmda þegar íbúð losnar á jarðhæð Víðihlíðar.