Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 15. febrúar 2000 kl. 12:05

Íbúð brennur í Keflavík

Eldur kom upp í íbúð á 2. hæð tveggja hæða íbúðarhúss við Brekkubraut 5 í Keflavík á tólfta tímanum í dag. Miklar skemmdir eru á íbúðinni.Tilkynningin barst rétt eftir klukkan ellefu og mátti sjá mikinn reyk inn í íbúðinni við Brekkubraut 5 í Keflavík. Slökkviliðsstjóri ásamt tveimur varðstjórum á slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja sem er skammt frá, voru fljótir á staðinn og réðu niðurlögum eldsins. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, varðstjóra sagði hann að svo virðist sem eldur hafi kraumað í íbúðinni í nokkurn tíma en svo blossað upp með þeim afleiðingum að íbúðin fylltist af reyk. Hún er mikið skemmd eftir brunann en slökkvistarf lauk á tæpri klukkustund. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en í henni býr ung 4ra manna fjölskylda, hjón og tveir synir þeirra. Það var erfið aðkoma fyrir Hjörleif Ingólfsson, einn þriggja slökkviliðsmannanna á vakt sem kom á staðinn. Þetta var íbúð dóttur hans en hún kom ásamt eiginmanni sínum á vettvang þegar slökkvistarfi var að ljúka.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024