Íbúaþing í Reykjanesbæ
Íbúaþing verður haldið í Reykjanesbæ laugardaginn 10. september næstkomandi að því er kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar.
Í fréttatilkynningunni kemur fram að á þinginu verður íbúum Reykjanesbæjar og öllum sem hafa áhuga á framtíð svæðisins, boðið að koma hugmyndum sínum á framfæri og taka þátt í mótun framtíðarsýnar fyrir bæinn. Það er einlægur vilji bæjarstjórnar að nýta þekkingu og hugmyndir íbúanna um eigið samfélag við mótun framtíðarskipulags Reykjanesbæjar, til að gera góðan bæ enn betri.
Meðal þess sem rætt verður á þinginu eru hugmyndir íbúa um vöxt og þróun byggðar, ný tækifæri í atvinnumálum og hvernig gera megi Reykjanesbæ að fjölskyldu- og umhverfisvænna samfélagi.
Á þinginu verður beitt aðferðum sem miða að því að kalla eftir hugmyndum þátttakenda með mjög aðgengilegum hætti. Form íbúaþingsins er óhefðbundið að því leyti að þátttakendur þurfa ekki að standa upp og halda ræður, heldur hafa allir jafna möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Vinna á þinginu mun fara fram í vinnuhópum, og svokölluðum skipulagshópum, þar sem hugmyndir íbúa um framtíðarskipulag eru settar á loftmyndir og kort með aðstoð sérfræðinga.
Umsjón þingsins verður í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta, en það hefur stýrt íbúaþingum víða um land og býr að víðtækri þekkingu á sviði samráðs. Það er samdóma álit þeirra sem tekið hafa þátt í íbúaþingum Alta að það hefur verið gagnlegt, lærdómsríkt og umfram allt skemmtilegt.
Helstu niðurstöður þingsins verða síðan kynntar íbúum á fundi þriðjudaginn 13. september. Staðsetning og nánari tímasetningar verða kynntar þegar nær dregur. Frekari upplýsingar verður að finna á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/.
Allir sem hafa áhuga á framtíð Reykjanesbæjar eru hvattir til að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri.
Í fréttatilkynningunni kemur fram að á þinginu verður íbúum Reykjanesbæjar og öllum sem hafa áhuga á framtíð svæðisins, boðið að koma hugmyndum sínum á framfæri og taka þátt í mótun framtíðarsýnar fyrir bæinn. Það er einlægur vilji bæjarstjórnar að nýta þekkingu og hugmyndir íbúanna um eigið samfélag við mótun framtíðarskipulags Reykjanesbæjar, til að gera góðan bæ enn betri.
Meðal þess sem rætt verður á þinginu eru hugmyndir íbúa um vöxt og þróun byggðar, ný tækifæri í atvinnumálum og hvernig gera megi Reykjanesbæ að fjölskyldu- og umhverfisvænna samfélagi.
Á þinginu verður beitt aðferðum sem miða að því að kalla eftir hugmyndum þátttakenda með mjög aðgengilegum hætti. Form íbúaþingsins er óhefðbundið að því leyti að þátttakendur þurfa ekki að standa upp og halda ræður, heldur hafa allir jafna möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Vinna á þinginu mun fara fram í vinnuhópum, og svokölluðum skipulagshópum, þar sem hugmyndir íbúa um framtíðarskipulag eru settar á loftmyndir og kort með aðstoð sérfræðinga.
Umsjón þingsins verður í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta, en það hefur stýrt íbúaþingum víða um land og býr að víðtækri þekkingu á sviði samráðs. Það er samdóma álit þeirra sem tekið hafa þátt í íbúaþingum Alta að það hefur verið gagnlegt, lærdómsríkt og umfram allt skemmtilegt.
Helstu niðurstöður þingsins verða síðan kynntar íbúum á fundi þriðjudaginn 13. september. Staðsetning og nánari tímasetningar verða kynntar þegar nær dregur. Frekari upplýsingar verður að finna á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/.
Allir sem hafa áhuga á framtíð Reykjanesbæjar eru hvattir til að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri.