Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar við  Melteig vilja hraðatakmarkanir og lokanir
Fimmtudagur 9. september 2021 kl. 00:04

Íbúar við Melteig vilja hraðatakmarkanir og lokanir

Íbúar við Melteig hafa sent erindi til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar um breytt fyrirkomulag umferðar um Melteig vegna öryggis vegfarenda og íbúa. Starfsfólki umhverfissviðs er falið að fylgja þessu erindi eftir og kanna tillögur að lausn.

Í ósk um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða á Melteig segja íbúar að í hverfum Reykjanesbæjar hefur víða verið komið fyrir hindrunum eða þrengingum í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. „Við Íbúar á Melteig erum einhuga um að brýnt sé að koma slíkum hindrunum upp í götunni líkt og gert hefur verið í nærliggjandi götum, til að mynda á Greniteigi, Birkiteigi, Kirkjuvegi o.s.frv. Dæmi eru um að hraðahindranir hafi verið settar upp í mun rólegri umferðargötum og jafnvel í botngötum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Engar gangstéttir eru við Melteig og bílum er lagt framan við húsin. Gangandi vegfarendur þurfa því að ganga á götunni sem skapar eðlilega mikla hættu, einkum þar sem gatan liggur í boga og skerðir sýn ökumanna. Við götuna búa barnafjölskyldur og ung börn því mikið á gangi við götuna,“ segir í erindinu.

Farið er fram á að settar verði hraðahindranir á tveimur stöðum og umferðarskilti sem ætlað er að draga úr umferðarhraða. Lokað verði fyrir óþarfa umferð um götuna sem tengir saman Melteig og Kirkjuteig með sambærilegum hætti og gert hefur verið við götuna sem tengir saman Smáratún og Hátún, þar sem blómaker loka tengingunni. Þá er farið fram á að lokað verðið fyrir óþarfa og hættuskapandi umferð frá lóðarmörkum milli Melteigs 6 og Aðalgötu 18.

Íbúar við götuna vilja sjá lokun milli Melteigs og Kirkjuteigs með blómakerjum. VF-myndir: Hilmar Bragi