Íbúar Suðurnesja yfir 31.000 talsins
— Suðurnesjabær nálgast 4.000 íbúa markið
Íbúar Suðurnesja voru 31.219 talsins um síðustu mánaðamót og hefur fjölgað um 257 frá því 1. desember 2022. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni.
Íbúar Reykjanesbær eru 22.157 og hefur fjölgað um 159 á tveimur mánuðum.
Grindvíkingar eru 3.697 talsins og fjölgar um 36 frá 1. desember.
Íbúar Suðurnesjabæjar eru 3.956 og fjölgaði um 47 á þessu tveggja mánaða tímabili. Íbúafjöldinn í Suðurnesjabæ ætti því að fara yfir 4.000 íbúa markið með vorinu, verði fjölgun íbúa áfram á sömu nótum.
Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum hefur fjölgað um fimmtán frá 1. desember og voru Vogamenn 1.409 talsins um síðustu mánaðamót.
Þegar skoðaðar eru nokkrar tölur á landsvísu þá hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 601 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. febrúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 99 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fækkaði á tímabilinu um 18 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 159 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 88 íbúa.