RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Íbúar Suðurnesja eru 28.165
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 3. nóvember 2020 kl. 11:42

Íbúar Suðurnesja eru 28.165

Íbúar Reykjanesbæjar voru 19.609 þann 1. nóvember og hefur fjölgað um 189 frá 1. desember 2019. Það gerir 1,0% íbúafjölgun. Íbúar Suðurnesjabæjar voru 3.682 og hefur fjölgað um 96 á sama tímabili. Það gerir 2,7% íbúafjölgun á tímabilinu.

Grindvíkingar eru 3.546. Þeim hefur fjölgað um 38 á tímabilinu eða 1,1%. Þá eru íbúar Sveitarfélagsins Voga 1.3.28. Fjölgunin þar er 20 manns á tímabilinu eða 1,5%.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Samtals eru íbúar Suðurnesja 28.165 talsins.

Reykjanesbær er enn fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Aðeins Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður eru stærri. Akureyri er svo næst á eftir Reykjanesbæ með 19.211 íbúa. Þeim hefur fjölgað um 187 á tímabilinu sem er einum fleiri en íbúum Reykjnesbæjar.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025