Íbúar Suðurnesja eru 28.165
Íbúar Reykjanesbæjar voru 19.609 þann 1. nóvember og hefur fjölgað um 189 frá 1. desember 2019. Það gerir 1,0% íbúafjölgun. Íbúar Suðurnesjabæjar voru 3.682 og hefur fjölgað um 96 á sama tímabili. Það gerir 2,7% íbúafjölgun á tímabilinu.
Grindvíkingar eru 3.546. Þeim hefur fjölgað um 38 á tímabilinu eða 1,1%. Þá eru íbúar Sveitarfélagsins Voga 1.3.28. Fjölgunin þar er 20 manns á tímabilinu eða 1,5%.
Samtals eru íbúar Suðurnesja 28.165 talsins.
Reykjanesbær er enn fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Aðeins Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður eru stærri. Akureyri er svo næst á eftir Reykjanesbæ með 19.211 íbúa. Þeim hefur fjölgað um 187 á tímabilinu sem er einum fleiri en íbúum Reykjnesbæjar.