Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar Suðurnesja 29.123
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 18. febrúar 2022 kl. 11:10

Íbúar Suðurnesja 29.123

Íbúar Suðurnesja voru 29.123 þann 1. febrúar og hefur íbúum á svæðinu fjölgað um 71 frá því í desember sl.
Flestir eru íbúarnir í Reykjanesbæ eða 20.395 talsins. Suðurnesjabær er næstfjölmennastur á Suðurnesjum með 3.765 íbúa. Grindavík er með 3.607 íbúa og Sveitarfélagið Vogar er með 1.356 íbúa.

Reykjanesbær er áfram fjórða stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Akureyri er svo í fimmta sæti yfir fjölmennustu sveitarfélögin og vantar 760 íbúa til að ná Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024