Íbúar Reykjanesbæjar yfir 11.000
Í dag veitti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, 11.000. íbúanum gjafir en hann var úr fjögurra manna fjölskyldu sem flutti til Reykjanesbæjar þann 24. febrúar síðastliðinn. Þau eru Ófeigur Sigurðsson, Linda Garðarsdóttir og börn þeirra María Lena og Jónas Ágúst.
Í tilefni af þessu bauð bæjarstjóri Reykjanesbæjar þeim í heimsókn og færði þeim kaffikörfu frá Kaffitári, gjafakort frá miðbæjarsamtökunum Betri bæ og fjölskyldukort í sund sem gildir í allt sumar
Íbúatala í Reykjanesbæ fór upp fyrir 11 þúsund í apríl síðastliðnum og eru í dag skráðir íbúar 11.081.
Samkvæmt áætlunum Reykjanesbæjar er búist við enn frekar íbúafjölgun og standa nú yfir miklar framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi, Tjarnarhverfi. Við það hverfi verður jafnframt byggður nýr skóli eins og við höfum greint frá en það er Akurskóli sem tekur til starfa næsta haust.
VF-mynd: Atli Már Gylfason