Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar Reykjanesbæjar nálgast 11.000
Miðvikudagur 22. desember 2004 kl. 13:56

Íbúar Reykjanesbæjar nálgast 11.000

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar um mannfjölda í Reykjanesbæ 1. desember á þessu ári vantar aðeins 46 íbúa uppá að íbúar í Reykjanesbæ verði 11 þúsund talsins.

Íbúar í bænum hafa aldrei verið fleiri.
Eftir nokkra íbúafækkun tvö ár á undan, þ.e. 2002 og 2003 hefur íbúum nú tekið að fjölga aftur.

Vonandi er þetta vísir um að sú mikla uppbygging sem hér á sér stað í umhverfis-, mennta-, menningar- og atvinnumálum fari að skila sér í auknum fjölda íbúa á næstu árum eins og stefnt er að.

Texti: reykjanesbaer.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024