Íbúar noti rafrænar lausnir og síma
Skrifstofa Sveitarfélagsins Voga verður lokuð fyrir heimsóknir frá 5. - 16. október vegna hertra sóttvarnarreglna og aukinnar smithættu. Starfsfólk mun þó áfram sinna sínum störfum og hægt verður að panta viðtalstíma við þá. Þeim sem þurfa að leita til skrifstofu er bent á að hringja eða senda tölvupóst og ef nauðsynlegt reynist að hittast þá mun starfsfólk sveitarfélagsins útvega mönnum viðtalstíma.
Fólk sem sækir þjónustu til Grindavíkurbæjar er hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir og síma eins og kostur er. Hægt er að hringja á skrifstofu bæjarins frá kl. 9:30 - 15:00 alla daga en frá klukkan 8:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Hér má sjá nánar um um þjónustu Grindavíkurbæjar á neyðarstigi.