Íbúar komi að hugmyndum um framtíð sundlaugarsvæðis
Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur, sagði frá ástandi sundlaugarinnar og ástæðu bilunar um miðjan apríl á fundi frístunda- og menningarnefndar í byrjun maí. Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að hefja forhönnun á sundlaugarsvæðinu samhliða gerð deiliskipulags.
Gert er ráð fyrir að seinni hluta maí geti íbúar komið hugmyndum sínum um framtíð sundlaugarsvæðisins á framfæri. Í framhaldinu mun ný frístunda- og menningarnefnd meta hvort taka þurfi upp þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar sundlaugarsvæðisins frá 2019, segir í fundargerð nefndarinnar.