Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar Innri Njarðvíkur fjölmenna á fund með bæjarstjóra
Miðvikudagur 18. maí 2005 kl. 21:52

Íbúar Innri Njarðvíkur fjölmenna á fund með bæjarstjóra

Íbúafundir bæjarstjóra Reykjanesbæjar hófust í Innri Njarðvík í kvöld og standa þeir til 26. maí. Á fundunum kynnir Árni Sigfússon bæjarstjóri helstu áherslur og framkvæmdir í bæjarfélaginu auk þess sem farið verður yfir það sem betur má fara í hverju hverfi. Íbúar Innri Njarðvíkur fjölmenntu á fundinn og var safnaðarheimilið fullt út að dyrum.

Búast má við breytingu í Innri Njarðvík á næstunni þar sem Akurskóli tekur til starfa í haust. Foreldrar í Reykjanesbæ geta nú valið um þá skóla sem börnin sækja og hefur áhuginn fyrir Akurskóla verið gífurlegur. Talið er að þar muni verða um 90 börn í 1.-6. bekk.

Skólinn sem verður undir stjórn Jónínu Árnadóttur mun bjóða upp á sérhæft einstaklingsbundið nám. Þar verður starfað í blönduðum aldurshópum sem verða alls fjórir talsins. Með þessu móti verður reynt að útbúa nám á þann hátt að það sé við hæfi hvers nemanda.


VF-mynd Margrét: af íbúarfundi bæjarstjóra Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024