Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar í Vogum kvarta vegna hávaða frá flugumferð
Bæjarráð Voga tekur undir kvartanir íbúa og beinir því til Isavia að valda íbúum sveitarfélagsins sem minnstu ónæði, sérstaklega á nóttunni.
Fimmtudagur 25. ágúst 2016 kl. 06:00

Íbúar í Vogum kvarta vegna hávaða frá flugumferð

Sveitarfélaginu Vogum hefur borist nokkrar ábendingar og kvartanir vegna ónæðis af flugumferð og var fjallað um málið á síðasta fundi bæjarráðs sem fram fór í gær, miðvikudag. Sveitarstjórninni hefur einnig borist afrit frá einum íbúa af bréfi hans til Ísavia ohf., um neikvæð áhrif flugumferðar í þéttbýli sveitarfélagsins, þar sem bréfritari vonast til að tekið verði undir erindið og því fylgt eftir við rétt stjórnvöld.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að erindið, ábendingarnar og kvartanirnar hafi verið lagðar fram. Bæjarráð tekur undir kvartanir íbúa sveitarfélagsins, og beinir því til Isavia ohf. að flugumferð um Keflavíkurflugvöll verði eftir föngum beint á þær flugbrautir vallarins sem valda íbúum sveitarfélagsins minnstu ónæði, sérstaklega að næturlagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024