Íbúar í Höfnum orðnir 105
Íbúar í Höfnum í Reykjanesbæ eru alls 105 talsins og hefur þeim fjölgað um 25 á síðustu tveimur árum. Kom þetta fram í máli Árna Sigfússonar bæjarstjóra á íbúafundi sem haldinn var í samkomuhúsinu í Höfnum í kvöld.
Er þessi fundur annar í röð fimm funda sem bæjarstjóri mun halda í Reykjanesbæ á næstu dögum. Á fundunum greinir bæjarstjóri frá helstu verkefnum Reykjanesbæjar og í kjölfarið eru framkvæmdir hvers svæðis kynntar.
Um 30 manns sóttu fundinn og var fjölda fyrirspurna og ábendinga beint til bæjarstjóra, s.s. um kattamál, hraðahindranir, grjótvarnagarði, sorphirðumál og fleira.
Myndin: Frá íbúafundinum í Höfnum í kvöld. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.