Íbúar í Grænási vildu betri göngustíg en fengu steintröll
Íbúar við Grænás í Njarðvík eru ósáttir við það göngustígur frá Grænási að Bolafæti hefur verið í ólestri undanfarin misseri. Hann er vart boðlegur og því eina leiðin fyrir gangandi umferð að fara um Grænásbrekkuna. Neðst í brekkunni, á gatnamótum við Njarðarbraut, myndast einnig mikill pollur í rigningum.
Íbúi við Grænás sagðist því hafa glaðst mikið á dögunum þegar stórvirkar vinnuvélar mættu á svæðið og bjóst við því að nú ætti að laga göngustíginn. Hins vegar var sett niður risavaxið steintröll og svo horfið á braut. Til að gleðja íbúa við Grænás má benda á það að í framkvæmdaáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004 má sjá að milljón krónum er varið til gangstígar frá Grænási að Bolafæti. Þá verður átta milljónum króna varið til lagfæringa á Njarðarbraut og vonandi eru gatnamótin við Gærnás þar á meðal. Á meðan verða menn því að sætta sig við steintröllið góða.
Myndir: Göngustígurinn er ekki mönnum bjóðandi. Steintröllið vakir yfir Grænási en pollurinn við Njarðarbrautina er sem hafsjór, eða allt að því. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Íbúi við Grænás sagðist því hafa glaðst mikið á dögunum þegar stórvirkar vinnuvélar mættu á svæðið og bjóst við því að nú ætti að laga göngustíginn. Hins vegar var sett niður risavaxið steintröll og svo horfið á braut. Til að gleðja íbúa við Grænás má benda á það að í framkvæmdaáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2004 má sjá að milljón krónum er varið til gangstígar frá Grænási að Bolafæti. Þá verður átta milljónum króna varið til lagfæringa á Njarðarbraut og vonandi eru gatnamótin við Gærnás þar á meðal. Á meðan verða menn því að sætta sig við steintröllið góða.
Myndir: Göngustígurinn er ekki mönnum bjóðandi. Steintröllið vakir yfir Grænási en pollurinn við Njarðarbrautina er sem hafsjór, eða allt að því. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson