Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar í gamla bænum kvarta yfir hraðakstri
Fimmtudagur 11. júlí 2002 kl. 18:35

Íbúar í gamla bænum kvarta yfir hraðakstri

Nú gengur undirskriftalisti í gamla bænum í Keflavík þar sem safnað er úndirskriftum til bæjaryfirvalda á ósk um að sett verði niður hraðahindrun á Norðfjörðsgötu. Hún liggur frá kirkjutröppunum í Keflavík og niður að minnismerki sjómanna. Íbúar í hverfinu segja hraðakstur vera mikinn og eftir óformlega fyrirspurn hafi svörin verið þau að hámarkshraði í hverfinu væri 30 km. á klukkustund og því þyrfti ekki hraðahindrun.Hraðinn er hins vegar skuggalegur á Norðfjörðsgötunni, segja íbúar og ætla sér að vinna heimavinnuna vel áður en skundað verður á fund við Árna Sigfússon, bæjarstjóra, og honum afhent áskorun íbúanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024