Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar í Ásahverfi losna við fnykinn
Mánudagur 2. apríl 2007 kl. 10:20

Íbúar í Ásahverfi losna við fnykinn

Flæðigryfjunni á Fitjum, sem notuð hefur verið til losunar álgjalls, verður líklega fundinn staður í Helguvík. Sem kunnugt er hefur gryfjan verið þyrnir í augum íbúa í Ásahverfi vegna lyktarmengunnar en í vissum vindáttum leggur mikinn ammoníaksfnyk yfir hverfið. Lyktin myndast við efnahvörf í álgjallinu þegar það kemst í snertingu við sjó.

Málið kom til umfjöllunar í Atvinnu- og hafnaráði Reykjanesbæjar í vikunni þar sem tekið var fyrir erindi fyrirtækisins sem hefur með losunina að gera.  Einnig lá fyrir bréf frá Umhverfisráðuneytinu þar sem fallist er á að veita undanþágu með flæðigryfju í Helguvík til 1. janúar á næsta ári.
Atvinnu- og hafnarráð samþykkti erindið með fyrirvara um nýtt starfsleyfi Umhverfisstofnunar en ítrekaði jafnframt að gengið yrði frá flæðigryfjunni á Fitjum með varanlegum hætti. Íbúar í Ásahverfi gera því væntanlega andað léttar í orðsis fyllstu merkingu.

Mynd: Flæðigryfjan á Fitjum heyrir brátt sögunni til.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024