Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar háhýsis mótmæla nálægð nýs háhýsis
Einungis eru tólf metrar á milli Pósthússtrætis 3 og 5. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 5. október 2018 kl. 10:55

Íbúar háhýsis mótmæla nálægð nýs háhýsis

Íbúar í Pósthússtræti 3 í Reykjanesbæ mótmæla nálægð á milli húsa, fjölda íbúða og fjölda bílastæða í niðurstöðum grenndarkynningar vegna Pósthússtrætis 5, 7 og 9 en Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur fengið niðurstöður kynningarinnar.
 
Bygging Pósthússtrætis 5 er hafin en ráðast þurfti í breytingar á bæði aðal- og deiliskipulagi. Grenndarkynningin á verkefninu var unnin í tengslum við breytingar á skipulaginu. Framkvæmdir hafa verið stopp undanfarnar vikur.
 
Fjórar athugasemdir bárust í grenndarkynningunni og þar af ein með undirskriftum 43 íbúa Pósthússtrætis 3 sem vísar til einróma samþykktar stjórnar húsfélagsins á bréfi frá JA lögmönnum dagsett 29.08.2018. Megininntak flestra mótmæla er nálægð húsa, fjöldi íbúða og fjöldi bílastæða.
 
Athygli vekur að bilið á milli Pósthússtrætis 3 og 5 er aðeins 12 metrar. Mannvit ehf. lagði fram erindi um skipulagsbreytingu sem kemur fram á uppdrætti frá 2. júlí 2018 sem tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á fundi þann 12. júlí 2018. Þar var málið sent í grenndarkynningu.
 
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir frekari gögnum varðandi vindálag en þekkt er að þegar háar byggingar standa þétt saman geti skapast miklir vindstrengir á milli bygginganna. Pósthússtræti í Reykjanesbæ stendur við sjó.

 
Það er umtalsvert meira bil á milli Pósthússtrætis 1 og 3. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024