Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúar hafi forgang að raforku á lágmarksverði
Miðvikudagur 17. október 2007 kl. 09:09

Íbúar hafi forgang að raforku á lágmarksverði

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, opnaði umræðuna í upphafi bæjarstjórnarfundarins í gær þegar  hann kynnti það sem hann kallar 5 samningsmarkmið Reykjanesbæjar vegna breytinga á eignaraðild að Hitaveitu Suðurnesja.

Þessi samningsmarkmið snúast fyrsta lagi um að íbúar hafi forgang að raforku og allri vatnsöflun á heitu og köldu vatni auka rafmagns inn á heimili, á lágmarksverði. Í öðru lagi að HS verði áfram með höfuðstöðvar á Suðurnesjum og geti áfram staðið sem öflugur bakhjarl samfélagsins hér. Í þriðja lagi að starfsmönnum HS haldi áfram að fjölga í tengslum við þessa þjónustu bæjarbúa, orkuvinnsluverkefni og þjónustu vð útrásarfyrirtæki. Fjórða samningsmarkmiðið er að 18 milljarða eign Reykjanesbæjar í HS, sem skapast hefur með tilkomu GGE að fyrirtækinu, séu varðir sem eign Reykjanesbæjar.
Fimmta samningsmarkmiðið er að útrásarfyrirtæki GGE og REI byggi upp starfsemi í Reykjanesbæ og starfi að uppbyggingu orkuklasa með Keili háskóla. Sú uppbygging verði ekki síðri en sú sem GGE hafði áformað.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024