Íbúalýðræði í skipulagsmálum Sandgerðis
Nokkrar athugasemdir hafa borist frá bæjarbúum Sandgerðis varðandi hugmyndir að aðal- og deiliskipulagi sem Kanon arkitektar hafa unnið fyrir bæinn og voru kynntar á íbúaþingi fyrir nokkru.
M.a. var lesendabréf á síðum VF um staðsetningu iðnaðarsvæðis sem bréfritara fannst illa fyrir komið.
Í samtali við Víkurfréttir segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, að enn væri langur tími í að gengið verði endanlegafrá þeim málum og íbúarnir fengju í millitíðinni að gera athugasemdir við skipulagið.
„Til þess vorum við með íbúaþingið. Við höfum síðan fengið ábendingar sem hafa allar verið teknar til greina og eru til skoðunar. Þegar skipulagshöfundarnir verða búnir að sjá ábendingar íbúa og leggja fram aðrar tillögur liggja fyrir verður annar íbúafundur.“
Þannig er nokkuð langt í að lokatillögur að skipulagi liggi fyrir, telur Sigurður að það gæti orðið næsta vor.
„Skipulagsmál eru mál íbúanna,“ segir Sigurður að lokum. „Við munum fá ábendingar og í kjölfarið á því gerum við einhverjar leiðréttingar og svo verður skipulagið auglýst eins og lög gera ráð fyrir.“
M.a. var lesendabréf á síðum VF um staðsetningu iðnaðarsvæðis sem bréfritara fannst illa fyrir komið.
Í samtali við Víkurfréttir segir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðis, að enn væri langur tími í að gengið verði endanlegafrá þeim málum og íbúarnir fengju í millitíðinni að gera athugasemdir við skipulagið.
„Til þess vorum við með íbúaþingið. Við höfum síðan fengið ábendingar sem hafa allar verið teknar til greina og eru til skoðunar. Þegar skipulagshöfundarnir verða búnir að sjá ábendingar íbúa og leggja fram aðrar tillögur liggja fyrir verður annar íbúafundur.“
Þannig er nokkuð langt í að lokatillögur að skipulagi liggi fyrir, telur Sigurður að það gæti orðið næsta vor.
„Skipulagsmál eru mál íbúanna,“ segir Sigurður að lokum. „Við munum fá ábendingar og í kjölfarið á því gerum við einhverjar leiðréttingar og svo verður skipulagið auglýst eins og lög gera ráð fyrir.“