Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúakosning: Mikilvægt að fólk segi hug sinn
Mánudagur 16. nóvember 2015 kl. 09:52

Íbúakosning: Mikilvægt að fólk segi hug sinn

„Íbúafundurinn er tækifæri til að skiptast á skoðunum og leita sátta í þessu mikilvæga máli.“

Íbúafundur um íbúakosningu um breytingu á deiliskipulagi í Helguvík vegna byggingar fyrirtækisins Thorsil á kísilveri fer fram í Stapa á fimmtudagskvöld. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Dagný Alda Steinsdóttir, einn þeirra íbúa sem mótfallnir eru breytingu á deiliskipulagi í Helguvík, eru sammála um mikilvægi þess að allir sem láti sig málið varða mæti á fundinn og taki sömuleiðis þátt í íbúakosningu sem stendur yfir 24. nóvember til 4. desember næstkomandi.

„Við íbúar sem erum á mótfallnir breytingum á deiliskipulagi í Helguvík vegna framkvæmda við kísilmálmver Thorsil teljum mikilvægt að allir íbúar bæjarins mæti á fundinn, hvort sem þeir eru á móti eða fylgjandi stóriðjuframkvæmdum í Helguvík. Íbúafundurinn er tækifæri til að skiptast á skoðunum og leita sátta í þessu mikilvæga máli. Eftir framsögur bæjarstjórnar og framsögur íbúa sem andvígir eru deiliskipulaginu verður orðið laust fyrir spurningar úr sal. Með eða á móti, sameinumst á fundinn og tökum þátt í bjartri framtíð,“ segir Dagný Alda.   

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mikilvægt að leiða málið til lykta á hvorn veginn sem er. „Þó svo að breytingin á deiliskipulaginu hafi þegar verið afgreidd er mikilvægt að fólk, sem er hlynnt breytingunni, taki líka þátt í kosningunni. Annars er hætta á að aðeins þeir sem eru mótfallnir skipulagsbreytingunni kjósi og þá mun óánægjan halda áfram. Við þurfum því að fá sem flesta til að taka þátt í kosningunni.“

Íbúafundurinn verður í Stapa fimmtudaginn 19. nóvember og hefst klukkan 20:00.