Íbúakosning í Reykjanesbæ 24. nóv. til 4. des.
Íbúakosning vegna fyrirhugaðs kísilvers Thorsils í Helguvík verður dagana 24. nóvember til 4. des. Kosningin verður eingöngu á netinu, þ.e. rafræn.
Á bæjarráðsfundi í Reykjanesbæ sl. fimmtudag var samþykkt að eftirfarandi spurning verði lög fyrir íbúa í íbúakosningunni:
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þeirri breytingu sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 2. júní 2015, á deiliskipulagi í Helguvík vegna fyrirhugaðs kísilvers?
Hlynnt(ur)
Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)
Andvíg(ur)
Hópur fólks safnaði um 2500 undirskriftum sem var nóg til að fara fram á íbúakosningu. Samþykkt var í bæjarstjórn 2. júní sl. að breyta deiliskipulagi vegna kísilvers Thorsils. Íbúar verða spurðir í kosningunni um það hvort þeir séu sammála þeirri ákvörðun. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur hins vegar gefið það út að niðurstaðan muni ekki hafa áhrif á ákvörðun hennar.