Íbúagátt opin um uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða
Reykjanesbær í samstarfi við ráðgjafa hjá Capacent vinna að rýnivinnu um uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar segir mikilvægt að íþróttahreyfingin sendi hugmyndir sýnar til Capacent hið allra fyrsta.
Íbúagátt er opin á vef Reykjanesbæjar þar sem að íbúum gefst tækifæri til að koma sýnum sjónarmiðum á framfæri er varðar íþróttamannvirki og -svæði í Reykjanesbæ. Á þann máta er tryggt að allir íbúar sem áhuga hafa á þessu málefni geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Gáttin verður opin til 15. maí nk.