Íbúafundur: Umhverfisstofnun skráði 11 frávik frá ákvæðum starfsleyfis
- Fulltrúar USi brugðust hratt við eftir beitingu þvingunarúrræðis
Umhverfisstofnun hefur skráð 11 frávik frá ákvæðum starfsleyfis kísilvers United Silicon í Helguvík. Þetta kom fram í máli Sigríðar Kristjánsdóttur, fulltrúa Umhverfisstofnunar á íbúafundi um mengun í Helguvík sem nú stendur yfir. Hún sagði skráningar United Silicon ekki hafa verið fullnægjandi og upplýsingar sem fulltrúar fyrirtækisins gáfu stofnuninni misvísandi. Þá lýsti hún því að sérfræðingar Umhverfisstofnar hafi haft áhyggjur af samskiptum við fulltrúa fyrirtækisins. Hún minna fundargesti á að eftirlitsskýrslur um starfsemina væru aðgengilegar á vef stofnunarinnar.
Umhverfisstofnun beitti þvingarúrræði í síðustu viku eftir að hafa skráð frávik en ekki fengið þau viðbrögð frá fyrirtækinu sem þau vonuðust til. Þvingunarúrræðið fólst í því að fyrirtækið skyldi ekki kveikja aftur á ofni eftir að slökkt var á honum í kjölfar vinnuslyss. Sigríður sagði að þá hafi fulltrúar United Silicon brugðist hratt við og sent gögn sem farið var yfir. Því var fyrirmælum aflétt seint á mánudag í þessari viku og fyrirtækinu heimilt að kynda aftur upp í ofni sínum.