Íbúafundur um sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs
Kostir fleiri en gallarnir
Betri nýting fjármuna er einn af kostum sameiningar sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Stýrihópur um hugsanlega sameiningu sveitarfélagana boðaði til íbúafundar í vikunni í Sandgerði. Einnig var boðað til fundar í Garðinum. Á dagskrá fundanna var að að kynna úttekt á helstu kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna. Það kom skýrt fram að kostir sameiningar væru fleiri en gallarnir.
Fulltrúar frá KPMG mættu á fundina og kynntu niðurstöður úttektar sem unnin var fyrir sveitarfélögin um kosti og galla sameiningar Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs. Í henni kom fram að einn af helstu kostunum sameiningar yrði betri nýting fjármuna. Þá kom það einnig skýrt fram að ekki stæði til að sameina grunnskólana undir einu þaki, þó vissulega kæmi til greina að efla samvinnu milli þeirra. Aðal ástæðan væri sú að báðir skólarnir eru hagstæðar rekstrareiningar eins og þeir eru í dag. Þá kom fram í úttektinni að bæta þyrfti samgöngur á milli Sandgerðis og Garðs ef að sameiningu yrði. Bæði þyrfti að efla almennings samgöngur og að gera hjólreiðastíg á milli. Eftir að fulltrúar KPMG höfðu lokið máli sínu var boðið upp á fyrirspurnir og umræður. Þeir sem tóku til máls voru almennt jákvæðir í garð sameiningar.