Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun í kvöld
Miðvikudagur 6. nóvember 2013 kl. 09:42

Íbúafundur um fjárhagsáætlun í kvöld

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur boðað til íbúafundar um fjárhagsáætlun 2014-2017 í Vörðunni, Miðnestorgi 3 í kvöld, miðvikudaginn 6. nóvember kl. 20. Á fundinum verður farið yfir fjárhagsáætlunina og mun íbúum gefast tækifæri til þess að kynna sér rekstur bæjarfélagsins og koma sínum sjónarmiðum um áætlunina á framfæri.

Í „samþykktum um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar“ sem gerðar voru fyrr á þessu ári og staðfestar voru af Innanríkisráðuneyti 26. ágúst sl. segir m.a. í 58. gr. um fjárhagsáætlun:

„Bæjarstjórn skal á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Bæjarráð og bæjarstjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt þessari, leggur skv. 1. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga tillögu um fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Bæjarstjórn skal fjalla um hana á tveimur fundum sem fram skulu fara með minnst tveggja vikna millibili. Að lokinni umræðu bæjarstjórnar skal afgreiða tillöguna, þó ekki síðar en 15. desember ár hvert.

Fjárhagsáætlanir skulu gefa glögga mynd af rekstri bæjarfélagsins, efnahag og breytingum á handbæru fé. Einnig skal þar koma fram greinargott yfirlit um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjárheimildir bæjarfélagsins. Við gerð

Til þess að veita íbúum upplýsingar um málefni sem varða þá með almennum hætti heldur bæjarstjórn borgarafund eftir fyrstu umræðu í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun og gerir grein fyrir áherslum áætlunarinnar. ...“

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024