Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundur um auðlindastefnu og skipulagsmál Grindavíkurbæjar
Föstudagur 17. apríl 2009 kl. 11:45

Íbúafundur um auðlindastefnu og skipulagsmál Grindavíkurbæjar

- í Saltfisksetrinu á morgun

Íbúafundur um auðlindastefnu og skipulagsmál verður haldinn í Saltfisksetri Íslands (athugið breytta staðsetningu) laugardaginn 18. apríl 2009 kl. 10:30 - 12:00. Markmið fundarins er að kynna auðlindastefnu Grindavíkurbæjar og tengingu hennar við skipulagsmál sveitarfélagsins.

Leitast verður við að svara spurningum eins og:

- Hvert er meginmarkmið auðlindastefnunnar?
- Hvernig nýtum við auðlindir er snerta Grindavík?
- Hvar liggja tækifærin til eflingu byggðar í Grindavík?
- Hvaða hag hefur sveitarfélagið af nýtingu auðlinda í lögsögu Grindavíkur?
- Hvernig er skipulagsmálum sveitarfélagsins háttað?
- Tekur skipulag Grindavíkur mið af nýtingu allra auðlinda í landi sveitarfélagsins og tryggir jafnræði á nýtingu mismunandi auðlinda?
- Hvernig ætlar Grindavíkurbær að standa vörð til framtíðar um hagsmuni Grindavíkur og annarra Íslendinga hvað varðar nýtingu allra auðlinda í lögsögu Grindavíkur?

Dagskrá:

Kynning: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri.
Forsendur auðlindastefnu Grindavíkurbæjar: Hafsteinn Helgason verkfræðingur, forstöðumaður viðskiptaþróunar - Verkfræðistofan EFLA.
Eldfjallagarður: Árni Bragason, náttúrufræðingur - Verkfræðistofan EFLA.
Skipulagsmál með tilliti til auðlindastefnu: Ingvar Gunnlaugsson, forstöðumaður Tæknideildar.
Samantekt: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri.
Umræður og fyrirspurnir. Veitingar.
Fundarstjórn: Kristinn J. Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi.
Fundarritun: Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024