Íbúafundur um aðalskipulag Reykjanesbæjar í dag
- Skilmálar um nýja starfsemi í Helguvík m.a. til umræðu á fundinum
Reykjanesbær heldur í dag opinn íbúafund í Hljómahöll til kynningar á endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Fundurinn hefst kl. 17:00 og er gert ráð fyrir að hann standi í allt að tvo tíma.
Á kynningarfundinum verður m.a. farið yfir skipulagsferlið fram til þessa og breyttar forsendur um íbúaþróun.
Þá verður farið yfir þær breytingar frá vinnslutillögu sem kynnt var í júní.
Skilmálar um nýja starfsemi í Helguvík eru í skipulaginu og farið verður yfir forgangsröðun samgönguframkvæmda. Þá mun Landsnet vera með kynningu á stöðu og legu Suðurnesjalínu 2.
Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á fundinn en talsverð umræða hefur verið síðustu daga vegna Helguvíkur í bæjarfélaginu.