Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundur um aðalskipulag í Garði
Fimmtudagur 6. júní 2013 kl. 10:50

Íbúafundur um aðalskipulag í Garði

Íbúafundur um aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs verður haldinn í kvöld. Fundurinn fer fram í Miðgarði, Gerðaskóla og hefst kl. 20:00.

Sveitarfélagið Garður hefur ákveðið að endurskoða aðalskipulagsáætlun fyrir sveitarfélagið. Forsendur endurskoðunar eru m.a. stefnumörkun sveitarfélagsins varðandi íbúaþróun, uppbyggingu  og staðsetningu atvinnu- og íbúðahúsnæðis, yfirbragð byggðar, aðkomu að þéttbýlinu, náttúru og útivist ásamt stefnu um samfélagsþjónustu.

Opinn fundur um skipulags- og matslýsingu verður fimmtudaginn 6. júní 2013 í Gerðaskóla, kl. 20:00-21:15.

Á fundinum verður farið yfir skipulagsferlið, helstu áherslur skipulagsvinnunnar og leitað eftir ábendingum og sjónarmiðum íbúa um áherslurnar. Lýsingunni og fundinum er ætlað að kynna íbúum og hagsmunaaðilum hvernig staðið verður að skipulagsvinnunni í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn vonast til þess að sem flestir kynni sér forsendur fyrir framtíðarstefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum.

Skipulags- og matslýsing er aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs, www.svgardur.is. Ábendingar eða athugasemdir við skipulags- og matslýsingu óskast sendar eigi síðar en 4. júlí n.k. með tölvupósti á bæjarstjórann  [email protected] eða með pósti á bæjarskrifstofurnar, Sveitarfélagið Garður, b.t. bæjarstjóra, Sunnubraut 4, 250 Garður.

Íbúar Garðs eru hvattir til að mæta á íbúafundinn til að kynna sér áhugavert verkefni og hafa áhrif á framtíðarskipulag sveitarfélagsins, segir í tilkynningu frá Sveitarfélaginu Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024