Íbúafundur með bæjarfulltrúum Grindavíkur í dag
Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag, mánudaginn 19. febrúar. Fundurinn verður haldinn á 2. hæð í Laugardalshöll, sama stað og í janúar. Fundurinn verður frá kl. 17:00 - 19:00. Á fundinum verða bæjarfulltrúar Grindavíkur til viðræðna við íbúa um málefni bæjarins.
Dagskrá:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar flytur ávarp
• Grindavíkurfrumvarp um uppkaup fasteigna íbúðarhúsa
• Staða innviða
• Heimför og aðgengismál
Boðið verður upp á umræður og spurningar. Fundarstjóri verður Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Í panel verða bæjarfulltrúar allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar (B)
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs (D)
Birgitta Káradóttir Ramsey (D)
Helga Dís Jakobsdóttir (U)
Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)
Hallfríður Hólmgrímsdóttir (M)
Gunnar Már Gunnarsson (M)
Fundinum verður streymt af samfélagsmiðlum Grindavíkurbæjar.