Íbúafundur í Vogum í kvöld um sameiningarviðræður
Verkefnishópur um óformlegar sameiningarviðræður Sveitarfélagsins Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar boðar til íbúafunda í öllum þremur sveitarfélögunum dagana 15.-17. apríl næstkomandi. Tilgangur fundanna er að eiga samráð við íbúa varðandi mögulegar sameiningarviðræður sveitarfélaganna, m.a. til þess að fá fram framtíðarsýn íbúa.
Íbúafundur Sveitarfélagsins Voga fer fram mánudaginn 15.4 kl. 20 til 22 í Tjarnarsal
Hér er slóðin inn á TEAMS fyrir þau sem vilja taka þátt á fjarfundi.