Íbúafundur í Vogum í kvöld
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2006-2026 verður til umræðu á íbúafundi í Tjarnarsal í Stóru Vogaskóla í kvöld. Fundurinn hefst kl. 20 en þar verður fjallað sérstaklega um aðalskipulag á dreifbýlissvæðum í sveitarfélaginu ásamt því sem framhald verður á umræðum um aðalskipulag í þéttbýli sem hófst á íbúafundi þann 15. febrúar.
Á heimasíðu Voga segir Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri, m.a. :
Forsenda þess að hægt sé að móta raunhæfa skipulagsáætlun er að virk samvinna takist milli bæjaryfirvalda, landeigenda og annarra hagsmunaaðila um gerð skipulagsins. Það er því mikilvægt að landeigendur, íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eigi kost á að fylgjast með og taka þátt í aðalskipulagsferlinu. Þekking íbúa á staðháttum og hugmyndir um landnýtingu eru upplýsingar sem munu nýtast inn í skipulagsvinnuna. Til að hægt sé að taka sem mest tillit til áforma landeigenda og ábúenda um notkun á sínu landi er nauðsynlegt að þeim upplýsingum verði miðlað til bæjaryfirvalda, og er áðurnefndur íbúafundur góður vettvangur slíkra samskipta.
Á heimasíðu Voga segir Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri, m.a. :
Forsenda þess að hægt sé að móta raunhæfa skipulagsáætlun er að virk samvinna takist milli bæjaryfirvalda, landeigenda og annarra hagsmunaaðila um gerð skipulagsins. Það er því mikilvægt að landeigendur, íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eigi kost á að fylgjast með og taka þátt í aðalskipulagsferlinu. Þekking íbúa á staðháttum og hugmyndir um landnýtingu eru upplýsingar sem munu nýtast inn í skipulagsvinnuna. Til að hægt sé að taka sem mest tillit til áforma landeigenda og ábúenda um notkun á sínu landi er nauðsynlegt að þeim upplýsingum verði miðlað til bæjaryfirvalda, og er áðurnefndur íbúafundur góður vettvangur slíkra samskipta.