Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundur í Njarðvíkurskóla
Fimmtudagur 19. maí 2005 kl. 22:31

Íbúafundur í Njarðvíkurskóla

Íbúafundur með bæjarstjóra Reykjanesbæjar var haldinn í Njarðvíkurskóla í kvöld. Þrátt fyrir Evróvisjón var margt um manninn í Njarðvík. Ýmis málefni voru rædd, þar helst þungaumferð um Sjávargötuna og frágangur á lóðum, göngustígum og í skrúðgarðinum.

Unnið er að því að færa þungaumferð niður fyrir svæði þar sem börn og aðrir ferðast mikið um. Enn fremur verður unnið að því að losa Njarðvík við tankana sem þar eru en Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sér um þá framkvæmd.

Talin voru upp ýmis lýti í hverfinu sem þyrfti að laga eins og göngustíginn á milli Holtsgötu og Hólagötu. Þá var þeirri spurningu varpað fram hvort fjarlæga ætti grindverkin í skrúðgarðinum en gróðurinn þar er orðin mikill og þarf ekki á skjóli að halda. Í það minnsta yrði að endurnýja tréverkið enda það orðið gamalt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024