Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundur í Garðinum um staðsetningu álvers
Fimmtudagur 23. nóvember 2006 kl. 22:10

Íbúafundur í Garðinum um staðsetningu álvers

Haldinn verður íbúafundur í Samkomuhúsinu mánudaginn 27. nóvember kl. 20:00. Umræðuefnið er hugsanleg staðsetning álvers við Helguvík og áhrif þess á umhverfi og samfélag.

Dagskrá fundarins er:
Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs Norðuráls og Haukur Einarsson umhverfisverkfræðingur hjá HRV sf.
Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar.
Kaffihlé.
Fyrirspurnir og umræður.

Gestum fundarins verður gefinn kostur á að bera fram fyrirspurnir, bæði munnlega og skriflega, sem frummælendur leitast við að svara.  Skriflegum fyrirspurnum verður safnað saman í kaffihléi.  Blöð og pennar verða á staðnum. 

Garðbúar eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að afla sér góðra upplýsinga um málefnið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024