Íbúafundur í Garðinum
Bæjarstjórinn í Garði hefur boðað til íbúafundar í Samkomuhúsinu í Garði á morgun, þriðjudag kl. 20:00 til að kynna verkefnið Ferskir vindar í Garði 2012.
Listahátíðin Ferskir Vindar í Garði hefst 20. maí nk. og stendur til 24. júní.
Á íbúafundinum munu bæjaryfirvöld kynna hátíðina fyrir bæjarbúum og rifja upp stemmninguna á Ferskum Vindum 2010 - 2011. Kaffi á könnunni og vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta, segir í tilkynningu frá bæjarstjóra á heimasíðu Garðs.